12. ágú 2014

Bilun í hitaveitu - lokað fyrir vatn í Ránargötu og Grenivöllum

Vegna bilunar í hitaveitulögn þurfti að loka án fyrirvara fyrir heita vatnið í hluta Ránargötu og Grenivöllum.

Viðskiptavinum er bent á að kynna sér góð ráð komi til þjónusturofs hér á heimasíðunni. 

Viðskiptavinum er bent á að gæta vel að því að allir kranar séu lokaðir þegar vatn kemur á aftur. Eins er viðskiptavinum bent á að huga að hitakerfum sínum, dælum á gólfhitalögnum, varmaskiptum og öðrum slíkum búnaði. Jafnframt er mjög gott að lofttæma ofnakerfi eftir að vatnið er komið á. Hafi viðskiptavinir ekki þekkingu á búnaði sínum er nauðsynlegt að hafa samband við pípulagningameistara til þess að huga að kerfinu og búnaði þess.

Lokunarsvæðið má sjá á myndinni hér fyrir neðan.

Lokað verður fyrir vatnið frameftir kvöldi.

Lokun hitaveita 12. ágúst 2014 Ránargata Grenivellir