16. okt 2014

Ráðstefna Gæðastjórnunarfélags Norðurlands

Gæðasstjórnunarfélag Norðurlands heldur ráðstefnu í kennslusal Háskólans á Akureyri (M-102) í dag fimmtudaginn 16. október frá kl. 13:10 til 16:00.  Fjölmörg spennandi erindi eru á dagskrá ráðstefnunnar.  Fundarstjóri er Karl Frímannsson sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit.

Dagskráin er eftirfarandi:

13.20       Er gæðastjórnun ekki hluti af góðum rekstri og stjórnun fyrirtækis ? 
Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku

13:35   Innra eftirlit og gæðakerfi í matvælaiðnaði.
Ólafur Jónsson héraðsdýralæknir

13:55   Kynning á gæðahandbók Kópavogsbæjar
Árni Þór Hilmarsson gæðastjóri Kópavogsbæjar

14:15   Öryggisstjórnun á vinnustað (OHSAS 18001)
Magnús Matthíasson gæðastjóri EFLU

14:50   Kröfur um gæðastjórnunarkerfi í byggingareglugerð
Bjargey Guðmundsdóttir gæðastjóri Mannvirkjastofnunar.

15:10   SI vottun fyrir þjónustufyrirtæki 
Árni Páll Jóhannsson framkvæmdastjóri Rafmanna

15:25   Gæðastarf Íslenskra háskólaHáskólinn á Akureyri
Eyjólfur Guðmundsson rektor HA

15:40   Kynning á ISO 9001:2015, hvað er framundan ?
Örn Alexandersson, BSI Íslandi