Mjög mikilvægt er að allir framkvæmdaaðilar hvort heldur er við nýbyggingar eða endurbætur og endurbyggingu húsa standi vel að öllum undirbúningi sem lýtur að öllum veitum sem viðkomandi byggingar eiga að tengjast.
Mikilvægt er að strax í upphafi sé tryggt að hönnuðir og iðnmeistarar séu hafðir með í ráðum við undirbúning og tryggt að þeir geti leyst þau verkefni sem lúta að þeirra ábyrgðarsviði byggingarinnar, enda gerð krafa um að þeir staðfesti ábyrgð sína á verkinu, jafnt gagnvart veitufyrirtækinu sem og byggingarfulltrúa.
Á Akureyri rekur Norðurorka hf. vatnsveitu, rafveitu og hitaveitu og sinnir því öllum þessum þáttum þar. Á öðrum svæðum er Norðurorka hf. ekki með rafveitu þannig að í þeim tilvikum þarf að snúa sér til RARIK vegna rafmagnsheimlagna. Hitaveitu og vatnsveitu rekur Norðurorka hf. í Hrísey, í hluta af Hörgársveit, hluta af Eyjafjarðarsveit og í hluta af Svalbarðsstrandarhreppi. Þá rekur Norðurorka hf. hitaveitu á Ólafsfirði, á Grenivík og í hluta af Grýtubakkahreppi og Þingeyjarsveit. Nánari upplýsingar um þjónustusvæðið má fá í þjónustuveri i síma 460 1300.
Nánari upplýsingar um heimlagnir má sjá hér til vinstri og í heimlagnabæklingi.
HEIMLAGNABÆKLINGURINN: Mjög mikilvægt er að húsbyggendur kynni sér vel efni hans.