Verđi ljós

"Rafmagniđ útrýmdi fljótlega öllum öđrum ljósgjöfum hvar sem ţađ kom vegna yfirburđa sinna, bćđi hvađ snertir birtumagn, ţćgindi og verđ, og hafa rafljósin međ sanni orđiđ ljós hins nýja tíma."

Híbýli manna hér á landi allt fram á ţessa öld buđu ekki upp á mikla innanhúss birtu. Ţykkir veggir torfbćjanna áttu ađ veita sem besta vörn gegn kulda og dragsúg og á međan ljósop voru raunveruleg op, eins og margt bendir til ađ ţau hafi veriđ fyrst á landnámsöld, máttu ţau hvorki vera mjög stór né mörg.

Mjög lítiđ er vitađ međ vissu hvernig ljósopum eđa gluggum var háttađ á húsum hér á öndverđu. Á međan dagsbirtu naut viđ barst ljós ađ utan inn um ljóra. Ljóri, sem er samstofna orđinu ljós, var ljósop eđa reykop sem var yfirleitt í ţekjunni yfir langeldinum. Í ramma var settur skjár og var hann hafđur til ađ ţétta reykopin ţannig ađ ţau gćfu samt svolitla birtu.

Glergluggar munu fyrst hafa veriđ nefndir í Páls sögu biskups ţar sem ţess er getiđ ađ hann hafđi međ sér tvo glerglugga og fćrđi dómkirkjunni í Skálholti ţegar hann kom heim áriđ 1195. Á 13. öld er alloft getiđ um glerglugga í íslensku fornbréfasafni og víđar, en eingöngu í kirkjum. Á venjulegum bćjarhúsum fara gluggar ađ tíđkast á síđari hluta miđalda í Skandinavíu, en á Íslandi líklega ekki fyrr en á 18. öld.

Helsti birtugjafinn í húsum landnámsmanna eftir ađ skyggja tók hefur ađ öllum líkindum veriđ langeldurinn, sem upphaflega var á miđju skálagólfi.

Dagsbirtan, sem inn í húsin barst gegnum ljósop, var látin nćgja á sumrin ásamt birtu sem lagđi af eldum er á gólfinu brunnu á fyrstu öldum byggđar í landinu. Af seinni alda heimildum ađ dćma mun ljós ekki hafa veriđ kveikt sérstaklega til ađ lýsa upp vistarverur fólksins nema á svonefndum ljósatíma.

Ţađ var nokkuđ á reiki hvenćr ljósatími byrjađi ađ hausti. Algengast virđist hafa veriđ ađ ljós vćru látin loga innanhúss á kvöldin frá miđjum september fram í miđjan mars. Víđa var miđađ viđ tiltekinn atburđ, t.d. göngur eđa réttir. Ljósatíma lauk almennt á vorin um miđja góu eđa í góulok.

Allt fram á 19. öld urđu tiltölulega litlar breytingar á ljósfćrum hér á landi og notkun ţeirra. Helstu ljósfćrin voru kolur, lýsislampar og kerti.

Algengast var ađ kalla einfaldan lampa kolu, en vćri hann tvöfaldur nefndist hann lampi. Kolur gátu veriđ úr ýmsum efniviđi, einkum steini, en lampar voru nćr alltaf úr málmi.

Elstu ljósfćri sem fundist hafa viđ fornleifarannsóknir hér á landi eru kolur úr steini, einnig nefndar lýsiskolur. Víđa er sagt frá slíkum ljósfćrum í fornsögum og ađ líkindum hafa ţćr veriđ helsta ljósfćri sögualdarmanna.

Lýsislampar eru taldir hafa komiđ til sögunnar um miđja 17. öld. Algengast var ađ nota fífukveiki í kolur og lýsislampa og ţóttu ţeir langbestir. Fífunni var safnađ í ágústmánuđi eđa ţegar hún var fullsprottin.  Lýsi var ţađ ljósmeti sem notađ var í kolur og á lampa fram á ţessa öld. Algengast var ađ nota sellýsi á lampa og kolur. Hákarlalýsi ţótti mjög gott ţar sem ţađ fékkst.

Kertaheitiđ er dregiđ af latneska orđinu ceratus, sem ţýđir međ vaxi á. Til forna voru kertin búin til úr býflugnavaxi. Kertavaxiđ varđ ađ flytja inn erlendis frá og var ţví afar dýrt. Eftir ađ fariđ var ađ nota tólg til kertagerđar var komiđ efni sem allir áttu ađgang ađ og ekki ţurfti ađ kaupa dýrum dómum.

Olíulampinn var fundinn upp áriđ 1855 af bandarískum efnafrćđingi. Til Íslands fóru ţeir ađ berast ađ marki á árunum 1870-1880. Fyrstu olíulamparnir voru nefndir flatbrennarar, ţ.e.a.s. lampar međ flötum kveik.  Steinolíulampar voru hafđar í bađstofu fyrst eftir ađ ţeir fóru ađ berast til landsins. Sjaldan var nema einn slíkur lampi á hverjum bć. Í eldhúsi, göngum eđa útihúsum voru lýsislamparnir notađir áfram. Einnig var algengt ađ menn reyndu sjálfir ađ búa sér til olíulampa. tekin voru lítil glös, flöskur eđa jafnvel blekbyttur, sem tappi var settur á (tvinnakefli), gat borađ í gegnum tappann og látúnspípa sett ţar í. Kveikur úr bómullargarni var hafđur í pípunni og varđ ađ skara hann upp međ nál. Ţessi lampaglös voru nefndar týrur.

Eldfćri landnámsmanna tóku litlum breytingum fram á 19. öld. Ţađ var eldstál og tinna. Slegiđ var međ stálinu á tinnuna og hrökk ţá neisti í fnjóskinn og tendrađi eld.

Eldspýtur voru fundnar upp á fyrri hluta 19. aldar.

Gas sem ljósgjafi átti sér stutta sögu á Íslandi í byrjun ţessarar aldar og mun varla hafa veriđ notađur utan Reykjavíkur.

Rafmagnsljós komu međ rafmagnsdýnamó Jóhannesar Reykdals í Hafnarfirđi áriđ 1904.

Segja má ađ ljósfćri landsmanna hafi tekiđ sáralitlum breytingum í um ţúsund ár. Á söguöld hefur langeldurinn veriđ ađal ljósgjafinn ásamt ljórunum. Elstu eiginlegu ljósfćrin, sem viđ ţekkjum, eru lýsiskolurnar sem voru í notkun alveg fram á ţessa öld, lítiđ breyttar.  Tvöföldu lýsislamparnir, sem sennilega fóru ađ tíđkast hér á 17. og 18. öld, eru líklega eina tćkninýjungin sem fram kemur á ţessu sviđi fram á 19. öld.  Kertin voru alla tíđ einkum notuđ í kirkjum og til hátíđarbrigđa. Steinolíulamparnir sem hingađ fóru ađ berast í lok 19. aldar valda straumhvörfum á heimilum manna og eru fyrstu bođberar vćntanlegrar tćknibyltingar sem breytti á örskömmum tíma fornu bćndasamfélagi međ rćtur í rótgróinni járnaldarmenningu í nútímaţjóđfélag.

Heimild: Íslensk Ţjóđmenning I , Uppruni og umhverfi.

Ritstjóri: Frosti F. Jóhannsson,

Útgefandi; Bókaútgáfan Ţjóđsaga, Reykjavík, 1987

Kaflinn um Ljósfćri og lýsing, höfundur Guđmundur Ólafsson

Svćđi

RANGÁRVELLIR, 603 AKUREYRI
KT: 550978-0169
SÍMI 460 1300 - FAX 460 1301
NO@NO.IS

Opnunartími afgreiđslu:
Alla virka daga 8:00 - 15:00
Opnunartími ţjónustuborđs:
Mánudag -fimmtudags 8:00 - 16:00
Föstudag 8:00 - 15:20

BAKVAKT

Símar bakvakta utan opnunartíma

HITAVEITA: 892 7305
VATNSVEITA: 892 7305
FRÁVEITA: 892 7305
RAFVEITA: 892 1514
ÓLAFSFJÖRĐUR: 893 1814