Fráveita

Ný verðskrá fráveitu tók gildi 1. janúar 2019

 

Verðskrá fráveitu má sjá í heild sinni hér. 

Fráveitugjald samanstendur af fastagjaldi á hverja matseiningu og gjaldi sem miðast við stærð eignar (fermetragjald) skv. fasteignamati. Hámark fráveitugjalds er 0,5% af fasteignamati skv. 15. gr. laga 9/2009. Liggi ekki fyrir upplýsingar um flatarmál fasteignar í fasteignaskrá skal gjaldið taka mið af fasteignamati, þ.e. vera 0,15% af fasteignamati matshluta. Bílskúrar og sambærilegt húsnæði sem stendur við íbúðarhús (á sömu lóð) er undanþegið fastagjaldi. 

Innheimtu fráveitugjaldsins er hagað á sama hátt og innheimtu fasteignagjaldsins. Gjalddagarnir eru þeir sömu og sér Akureyrarbær um innheimtu samkvæmt sérstöku samkomulagi við Norðurorku. 

  • Árlegt fráveitugjald af íbúðarhúsnæði er fastagjald kr. 9.499 á matseiningu og kr. 224,43 á hvern fermetra.
  • Árlegt fráveitugjald af öðru húsnæði en á íbúðarhúsnæði er fastagjald kr. 9.499 á matseiningu og kr. 224,43 á hvern m2.

Tengigjald
Tengigjald vegna nýtengingar fráveitu við einstaka fasteign er kr. 229.609. 
Verð miðast við skólplögn og regnvatnslögn (100-150 mm) sem lögð er að lóðamörkum.

Gera þarf sérstakt samkomulag vegna stærri tenginga.

Skilmála fráveitu má finna hér.

 

Hafðu endilega samband við okkur í síma 460-1300 eða sendu okkur tölvupóst á no@no.is ef þig vantar frekari upplýsingar.

Svæði

RANGÁRVELLIR, 603 AKUREYRI
KT: 550978-0169
SÍMI 460 1300 - FAX 460 1301
NO@NO.IS
OPNUNARTÍMI ÞJÓNUSTUVERS: kL. 8 - 16

BAKVAKT

Símar bakvakta utan opnunartíma

HITAVEITA: 892 7305
VATNSVEITA: 892 7305
FRÁVEITA: 892 7305
RAFVEITA: 892 1514
ÓLAFSFJÖRÐUR: 893 1814