Heita vatnið og notkun þess

Hafa skal í huga að jarðhitavatnið sem við notum er oft mjög heitt og getur verið allt að 80 gráður á C. Sama vatnið er notað til húshitunar, baða og þvotta og verður því að fara afar varlega í allri umgengni við vatnið.  Slys geta orðið þegar kæling bregst óvænt og skyndilega, eins og ef kalda vatnið hættir að renna og jafnvel er skrúfað fyrir það. Látið heitt vatn aldrei komast í snertingu við húð án þess að kanna hitastigið fyrst. Gætið að því húð barna er viðkvæmari en húð fullorðinna. Í byggingareglugerð er gerð krafa um komið sé fyrir öryggisbúnaði á neysluvatnskerfi, t.d. varmaskipti eða uppblöndunarloka, sem komi í veg fyrir að hiti við töppunarstað fari yfir 65°C.

Heitavatnsnotkun þín er eðlileg ef þú notar 1,0 til 1,5 rúmmetra af heitu vatni fyrir hvern rúmmetra húsnæðis á ári. Miðað er við einbýlishús.  Hlutfallslega minni notkun er í sambýlishúsum vegna færri útveggja. Vatnsnotkun til upphitunar fer eftir veðurfari og einangrun húsa.

Ef hús eru illa einangruð er varmatap frá þeim mikið af þeirri ástæðu, eins geta þau verið óþétt og verður þá mikið varmatap þegar vindur blæs. Það getur verið vandasamt að bæta úr þessu þannig að góður árangur náist og kostnaður við húshitun lækki. Eðlilegt er talið að innihiti sé sem næst því hitastigi sem veitir íbúum sem besta líðan. Stjórn á innihita á að vera auðveld þannig að íbúar eigi auðvelt með að stilla hitastig í samræmi við þarfir.

Gera má ráð fyrir því að húshitunarkostnaður hækki um allt að 6% fyrir hverja gráðu sem innihitinn er stilltur yfir 20° á C.

 

Bilanir utanhúss á að tilkynna strax til Norðurorku.  Bilanir innanhúss eru oftast á verksviði pípulagningameistara.

Í rannsóknaverkefni Verkfræðistofunnar Verkvangs og Búseta á orkusparnaði í fjölbýlishúsum, styrktu af Húsnæðisstofnun ríkisins, kom í ljós að notkun á heitu vatni til upphitunar var talsvert meiri þar sem hitakerfi voru vanstillt en í húsum þar sem hitakerfi og hitamenning var í lagi.

Með því að fylgja þeim heilræðum, sem koma fram í bæklingi Norðurorku um „ORKUMENNINGU“ má lækka hitunarkostnað umtalsvert og auka vellíðan íbúa.

Svæði

RANGÁRVELLIR, 603 AKUREYRI
KT: 550978-0169
SÍMI 460 1300 - FAX 460 1301
NO@NO.IS
OPNUNARTÍMI ÞJÓNUSTUVERS: kL. 8 - 16

BAKVAKT

Símar bakvakta utan opnunartíma

HITAVEITA: 892 7305
VATNSVEITA: 892 7305
FRÁVEITA: 892 7305
RAFVEITA: 892 1514
ÓLAFSFJÖRÐUR: 893 1814