Greiðsluleiðir

Við vekjum athygli á því að við höfum tekið í notkun MÍNAR SÍÐUR (opnast í nýjum glugga) sem jafnframt felur í sér að hætt var að senda út greiðsluseðla nema sérstaklega væri óskað eftir því við þjónustuver Norðurorku.  Með þessari nýju vefþjónustu vill Norðurorka einfalda og efla samskipti  sín við viðskiptavini.

Með vefnum er Norðurorka að auka þjónustu við viðskiptavini, en þar er hægt að skoða notkun á rafmagni og heitu vatni, auk yfirlits yfir reikninga undanfarin ár. Hægt er á einfaldan og myndrænan hátt að sjá hvernig orkunotkun  hefur þróast og senda inn álestur.


Öll viljum við vera samfélagslega ábyrg og þessi nýja tækni og aukna þjónusta gerir okkur kleyft að draga verulega úr pappírsnotkun. Norðurorka hefur því tekið ákvörðun um að senda ekki út greiðsluseðla, hreyfingaryfirlit og tilkynningar á pappírsformi til viðskiptavina sinna nema þeir óski sérstaklega eftir því.

Með boðgreiðslum geta viðskiptavinir nýtt  þá þjónustu kortafyrirtækja (banka) að láta skuldfæra orkureikning á greiðslukortareikning sinn.

Til að virkja boðgreiðslur þarf að fylla út beiðni hér á síðunni en gæta þarf að því að sama kennitala sé skráð fyrir heimabanka viðkomandi og á orkureikningnum.

Með beingreiðslum geta viðskiptavinir nýtt sér þjónustu viðskiptabanka síns til þess að greiða föst útgjöld.  Til þess að virkja beingreiðslur þarf viðskiptavinurinn að gera samning við sinn banka um þá reikninga sem hann vill að séu skuldfærðir sjálfvirkt á bankareikning sinn.

Boðgreiðslur færast sjálfkrafa á kreditkort mánaðarlega.

Hér er farið inn á umsókn um boðgreiðslu - umsóknin er á öruggu dulkóðuðu svæði.

Svæði

RANGÁRVELLIR, 603 AKUREYRI
KT: 550978-0169
SÍMI 460 1300 - FAX 460 1301
NO@NO.IS
OPNUNARTÍMI ÞJÓNUSTUVERS: kL. 8 - 16

BAKVAKT

Símar bakvakta utan opnunartíma

HITAVEITA: 892 7305
VATNSVEITA: 892 7305
FRÁVEITA: 892 7305
RAFVEITA: 892 1514
ÓLAFSFJÖRÐUR: 893 1814