Afurðin er lífdísill

Lífdísill Orkeyjar er notaður sem brennsluhvati fyrir stærri dísilknúnar vélar. Hann virkar vel til að koma í veg fyrir uppsöfnun óhreininda og til að leysa upp óhreinindi sem safnast hafa innan í eldsneytiskerfi.

Lífdísill Orkeyjar er einnig notaður sem umhverfis- og heilsuvænt íblöndunarefni í bik við lagningu vegklæðninga og getur komið í stað lífrænna leysiefna.