16. apr 2015

Íbúafundur á Svalbarðsströnd

Því miður er enn nauðsynlegt að sjóða allt neysluvatn á Svalbarðsströnd.  Svo virðist sem mengun í vatnsbólum sé sveiflukennd og sýni stundum í lagi og stundum ekki.

Svalbarðsstrandarhreppur og Norðurorka hafa ákveðið að halda íbúafund þar sem farið verður yfir stöðu mála.  Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl kl. 17:00 í Valsárskóla.