17. okt 2023

Lekaleit hitaveitu með drónum 17.-19. október

Akureyri í haustbirtu.
Akureyri í haustbirtu.

Þriðjudagskvöld, miðvikudag og miðvikudagskvöld (17.-19. október) munu starfsmenn frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International gera lekaleit á hitaveitu innan Akureyrar og Ólafsfjarðar fyrir hönd Norðurorku. Fimmtudagur verður til vara ef veðurskilyrði breytast.

Lekaleitin verður gerð með drónum þar sem teknar verða hitamyndir úr +50 m hæð af bænum vegna mögulegra leka á hitaveitulögnum. Gögnin nýtast Norðurorku til að stöðva núverandi leka ásamt því að varpa ljósi á mögulegar viðhaldsþarfir og bæta afhendingaröryggi.

ReSource International mun leitast eftir því að framkvæma verkið með öryggi og hag íbúa að leiðarljósi. Líklegt er að drónaflugið veki nokkra athygli og því er rétt að komi skýrt fram hvað um er að vera. ReSource International og Norðurorka þakka fyrirfram sýndan skilning og þolinmæði.