1. des 2011

Norðurorka færi heimild til rekstur á innra eftirlitskerfi fyrir sölumæla

Á veitustjórafundi SAMORKU í dag 1. desember fékk Norðurorka hf. fyrst orkufyrirtækja heimild Neytendastofu til reksturs á innra eftirlitskerfi fyrir sölumæla raforku og vatns (heitt og kalt). Áður hafa Orkubú Vestfjarða og Rarik fengið heimild sem snýr að raforkumælum.

Á veitustjórafundi SAMORKU í dag 1. desember fékk Norðurorka hf. fyrst orkufyrirtækja heimild Neytendastofu til reksturs á innra eftirlitskerfi fyrir sölumæla raforku og vatns (heitt og kalt).  Áður hafa Orkubú Vestfjarða og Rarik fengið heimild sem snýr að raforkumælum.

Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu sagði þetta ánægjulegan viðburð sem vonandi yrði hvatning fyrir fleiri orkufyrirtæki til þess að uppfylla skyldur um innra eftirlit með sölumælum.  Sagði hann mikilvægt að hafa í huga að um væri að ræða neytendavernd en jafnframt veruleg tækifæri fyrir fyrirtækin sjálf.  Innra eftirlit með sölumælum horfi í raun til hagsmuna bæði neytandans og fyrirtækisins þar sem skipulega er fylgst með búnaði sem mælir notkun hvers viðskiptavinar sem leggur grunninn að því að greitt sé fyrir það magn vörunnar sem afhent er, hvorki meira né minna.  Mælibúnaðurinn á því að tryggja hagsmuni bæði neytandans og veitunnar.  Tryggvi þakkaði þeim starfsmönnum Neytendastofu, vottunaraðila og Norðurorku sem komu að verkefninu og óskaði Norðurorku til hamingju með þennan merka áfanga.

Ágúst Torfi Hauksson forstjóri Norðurorku tók undir þakkir til þeirra sem að málinu hafa unnið og sagði ánægjulegt að fyrirtækjunum gæfist kostur á að gera innra eftirlitskerfi með sölumælum að hluta að sínum gæðakerfum. Það væri skynsamleg leið enda um sameiginlega hagsmuni viðskiptavinarins og fyrirtækisins að ræða.

Að því búnu afhenti Tryggvi Axelsson Ágústi Torfa skjal til staðfestingar á heimild Norðurorku til þess að reka innra eftirlitskerfi með sölumælum sem hluta af gæðakerfi fyrirtæksins.

Norðurorka fær fyrst orkufyrirtækja heimild til rekstur innra eftirlitskerfis með raforku og vatnsmælum

Á myndinni eru Björn E Baldursson vottunaraðili frá Rafskoðun, Gísli Friðgeirsson sérfræðingur á Neytendastofu, Gunnur Ýr Stefánsdóttir gæðastjóri Norðurorku, Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu og Ágúst Torfi Hauksson forstjóri Norðurorku.