2. apr 2014

Lokað verður fyrir heitt vatn í hluta Síðuhverfis á morgun fimmtudag 3. apríl

Vegna lokaviðgerðar í brunni á mótum Vestursíðu og Bugðusíðu þarf að taka heita vatnið af á stóru svæði  í fyrramálið 3. apríl frá kl.8:00 og fram eftir degi

Lokunarsvæðið tekur til hluta af Núpasíðu, hluta af Stapasíðu, Kjalarsíðu 1a og 1b og Vestursíðu, sjá nánar á myndinni hér fyrir neðan.

Viðskiptavinum er bent á að gæta vel að því að allir kranar séu lokaðir þegar vatn kemur á aftur. Eins er viðskiptavinum bent á að huga að hitakerfum sínum, dælum á gólfhitalögnum, varmaskiptum og öðrum slíkum búnaði. Jafnframt er mjög gott að lofttæma ofnakerfi eftir að vatnið er komið á. Hafi viðskiptavinir ekki þekkingu á búnaði sínum er nauðsynlegt að hafa samband við píplagningameistara til þess að huga að kerfinu og búnaði þess.

Nánari fréttir af framvindu verksins verða settar inn undir fréttir hér á heimasíðunni.

Leiðbeiningar vegna þjónusturofs má finna hér.

Lokun hitaveita 28. mars Núpasíða, Stapasíða, Keilusíða, Vestursíða

Viðskiptavinir sem hafa skráð sig með farsímanúmer (GSM) á MÍNUM SÍÐUM fá sent SMS við þjónusturof.