Frístundahús

Frístundahús er samheiti yfir hús þar sem ekki er dagleg viðvera, byggð á svæði sem skv. deiliskipulagi er samþykkt fyrir aðra byggð en íbúðar- eða iðnaðarbyggð. Slík hús geta verið sumarbústaðir, hesthús, verbúðir o.fl. 

Hitaveitukerfi frístundahúsa

Frístundahús hafa ákveðna sérstöðu sem rétt er að hafa í huga þegar þau eru tengd við hitaveitu.  Koma þar m.a. til atriði eins og að oft er viðvera þar takmörkuð og að byggingarefni er oftar en ekki viðkvæmt fyrir heitu vatni. Þessi atriði er vert að hafa í huga þegar húsin eru byggð og neysluveita þeirra er hönnuð.  Af þessum ástæðum er algengt að í húsin séu valin svokölluð lokuð hitakerfi með frostlegi sem síðan er tengt varmaskipti sem komið er fyrir í tengikassa hússins.

Tengiskilmálar

Í tæknilegum tengiskilmálum fyrir hitaveitur og rafveitur koma fram ýmsar kröfur sem gerðar eru til húseigenda og lúta að tengingu mannvirkja m.a. við dreifikerfi hitaveitu og rafveitu.

Í kafla 4.1.7 í Tæknilegum tengiskilmálum hitaveitna er fjallað sérstaklega um skyldur frístundahúsaeigenda að koma sérstökum tengikassa utan á hús sitt með nauðsynlegum búnaði. 

Gagnlegar upplýsingar um lög, reglugerðir, leiðbeiningar o.fl. á sviði mannvirkja má m.a. finna á heimasíðu Mannvirkjastofnunar

Verðskrá fyrir frístundahús

Verðskrá fyrir frístundahús má sjá í almennri verðskrá Norðurorku hverju sinni.  Hafa ber í huga að meta þarf í hvert skipti hvort tæknilegar og fjárhagslegar forsendur eru fyrir tengingu þessara húsa við veitukerfið. Norðurorka áskilur sér rétt til þess að setja sérstök skilyrði fyrir tengingu þegar veruleg frávik eru fyrir hendi eða í versta falli að hafna tengingu húss við veitukerfið.

Hafa ber í huga að meta þarf hvort tæknilegar og fjárhagslegar forsendur eru fyrir tengingu þessara húsa við veitukerfið og áskilur Norðurorka sér rétt til þess að setja sérstök skilyrði fyrir tengingu þegar veruleg frávik eru fyrir hendi eða í versta falli að hafna tengingu húss við veitukerfið.

Meðal skilyrða sem kunna að verða sett eru að eigandi fasteignar skuldbindi sig til þess að kaupa ákveðið lágmarksmagn vatns til þess að tryggja eðlilega nýtingu vatnsins sem orkumiðils. Sú almenna regla gildir um frístundahús að lágmarks kaup þeirra skulu vera 300 rúmmetrar á ári eða 12.800 kílóvattsstundir í orkumælingu (Reykjaveita).

Hafðu samband við okkur ef þig vantar frekari upplýsingar.

  • Sími: 460 1300
  • Netfang: no@no.is