Norðurorka sér eingöngu um dreifingu á rafmagni á Akureyri og er óheimilt að hafa aðkomu að vali notanda á raforkusala.
Neytendur hafa val um af hvaða fyrirtæki þeir kaupa raforkuna. Þegar notandi hefur tilkynnt flutning í húsnæði á Akureyri þarf hann einnig að hafa samband við þann raforkusala sem hann kýs að eiga viðskipti við. Raforkusalinn sér um að koma á viðskiptum fyrir viðkomandi húsnæði.
Notandi getur einnig ákveðið að skipta um raforkusala, óháð flutning, og er það gert með sambærilegum hætti. Notandi hefur samband við þann raforkusala sem hann kýs að hafa viðskipti við og raforkusalinn sér um skiptin.