Norðurorka veitir styrki til samfélagsverkefna fyrir hvert ár. Veittir eru styrkir m.a. til menningar- og lista, æskulýðsstarfs og góðgerðarmála. Markmið með styrkjum Norðurorku er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.
Auglýst er eftir umsóknum að hausti (okt/nóv) og frekari upplýsingar birtar hér á vefsíðunni. Styrkúthlutun fer fram í upphafi nýs árs.