Samfélagsstyrkir

Á haustdögum var auglýst eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna vegna ársins 2023.

Umsóknarfrestur var til og með 15. nóvember 2022 og bárust okkur fjölmargar flottar umsóknir.

Úthlutunarnefnd tekur nú til starfa og verður tillaga hennar tekin til afgreiðslu á stjórnarfundi Norðurorku í desember. Í framhaldinu verður umsækjendum send tilkynning um niðurstöðuna. Öllum umsóknum verður svarað.

Úthlutun styrkja fer fram við formlega athöfn í byrjun árs 2023.