Hér að neðan má sjá ýmsar stefnur Norðurorku sem samþykktar hafa verið af stjórn fyrirtækisins.
Við leggjum áherslu á öryggismál í allri okkar starfsemi. Það er ekkert verk svo mikilvægt að það réttlæti að starfsfólk eða aðrir hætti lífi sínu eða heilsu við vinnu.
Við viljum vera í fararbroddi í umhverfismálum og leitumst ávallt við að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar á umhverfið.