Heimlagnir

 
Verðskrá heimlagna (PDF)

Athugið að ef sótt er um stærri heimlögn en getið er um í verðskrá þarf að snúa sér til Norðurorku með fyrirspurn um verð. Sama á við um ef aðstæður eru óvenju erfiðar þannig að ætla má að almenn heimlagnagjöld dugi ekki fyrir kostnaði.

Æskilegt er að fasteignareigendur séu í sambandi við Norðurorku þegar farið er í framkvæmdir á lóð fasteignar.  Mikilvægt er að húseigandi kynni sér hvar lagnir eru áður en framkvæmdir hefjast og láti okkur einnig vita um framkvæmdirnar svo við getum metið hvort ástæða sé til þess að endurnýja heimlagnir samhliða framkvæmdunum.  Þar ræður aldur lagna og ástand þeirra við skoðun á staðnum.

Ertu að byggja? Kynntu þér leiðbeiningar og upplýsingar um tengingu við veitukerfin og reglur sem gilda þar um. 

Hafðu samband við okkur í síma 460-1300 eða á no@no.is ef þig vantar frekari upplýsingar.