Vatnsgjaldið samanstendur af fastagjaldi á hverja matseiningu og gjaldi sem miðast við stærð eignar (fermetragjald) skv. fasteignamati. Hámark vatnsgjalds er 0,5% af fasteignamati matshluta eignar. Liggi ekki fyrir upplýsingar um flatarmál fasteignar í fasteignaskrá skal gjaldið taka mið af fasteignamati, þ.e. vera 0,15% af fasteignamati matshluta. Bílskúrar og sambærilegt húsnæði sem stendur við íbúðarhús (á sömu lóð) er undanþegið fastagjaldi.
Auk vatnsgjalds skulu fyrirtæki og aðrir er nota vatn til annars en heimilisþarfa, greiða aukavatnsgjald skv. lögum (7. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004).
Árlegt vatnsgjald fyrir aðgang að vatnstökustút (meðal annars til vökvunar, brynningar dýra og þrifa) er kr. 27.539. Innifalið í gjaldi er opnun að vori og lokun að hausti ásamt hefðbundnu viðhaldi heimlagna. Árlegt vatnsgjald fyrir vatnstökustúta sem uppsettir voru fyrir 1. janúar 2018 er kr. 13.769.
Vatnsgjöld eru innheimt með fasteignagjöldum.
Hafðu samband við okkur í síma 460-1300 eða á no@no.is ef þig vantar frekari upplýsingar.