Greiðsluleiðir

Norðurorka sendir ekki út greiðsluseðla nema sérstaklega sé óskað eftir því. 

Á "Mínar síður" er hægt að skoða notkun á rafmagni og heitu vatni, auk yfirlits yfir reikninga. Hægt er á einfaldan og myndrænan hátt að sjá hvernig orkunotkun hefur þróast og senda inn álestur í þeim tilgangi að fylgjast með eigin notkun.

Með beingreiðslum geta viðskiptavinir nýtt sér þjónustu viðskiptabanka síns til þess að greiða föst útgjöld.  Til þess að virkja beingreiðslur þarf viðskiptavinurinn að gera samning við sinn banka um þá reikninga sem hann vill að séu skuldfærðir sjálfvirkt af bankareikningi sínum.

Með boðgreiðslum geta viðskiptavinir nýtt  þá þjónustu kortafyrirtækja (banka) að látið skuldfæra orkureikning mánaðarlega á greiðslukortareikning sinn.