Hitaveita

Gjaldskrá hitaveitu - Gildir frá 1. janúar 2026

Norðurorka selur afnot af heitu vatni úr veitukerfi sínu samkvæmt gjaldskrá og reglugerð Norðurorku fyrir heitt vatn.

Gjaldskrá fyrir afnot af heitu vatni skiptist í tvær grunneiningar (1) fast verð og (2) rúmmetragjald eða kílóvattstundagjald. Greiddur er sérstakur skattur af seldu heitu vatni, umhverfis- og auðlindaskattur, og er hann 2%. Virðisaukaskattur af hitaveitu til hitunar húsa og laugarvatns er 11%. Virðisaukaskattur af hitaveitu til annarar notkunar er 24%.

Almenn orkunotkun

Skýringar

Reiknað er með 30°C bakrásarhita samkvæmt reglugerð 561/2012 við mælingu á orku, en viðskiptavinum er frjálst að nýta varmaorku neðar en það án þess að rukkað sé fyrir það.

Hemlar eru á útleið og í stað þeirra koma orkuígildismælar. 

Gjaldskrá hitaveitu (PDF) 

Gjaldskrá hitaveitu í heild sinni, birt á vef Stjórnartíðinda

Hafðu samband við okkur í síma 460-1300 eða á no@no.is ef þig vantar frekari upplýsingar.