Mannauður

Norðurorka er metnaðarfullt og vel rekið fyrirtæki sem laðar að sér hæft starfsfólk og hlúir að því. Við leggjum áherslu á að byggja upp nærandi starfsumhverfi þar sem starfsfólk vex og dafnar í lífi og starfi. Við erum framsækin í nýsköpun og þjónustu og berum ríka samfélagslega ábyrgð. 

Við birtum ekki nöfn starfsfólks á no.is en bendum á að hægt er að hringja í 460 1300 eða senda okkur tölvupóst á no@no.is ef þörf er á að ná tali af ákveðnum starfsmanni. Okkur er ánægja að aðstoða þig.