Samkvæmt 14. gr. laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna er heimilt að innheimta fráveitugjald af öllum fasteignum þar sem tenging er fyrir hendi við mörk fasteignar. Að jafnaði hefst innheimta við byggingarstig 4. Fráveitugjöld eru innheimt með fasteignagjöldum.
Fráveitugjald samanstendur af fastagjaldi á hverja matseiningu og gjaldi sem miðast við stærð eignar (fermetragjald) skv. fasteignamati. Hámark fráveitugjalds er 0,5% af fasteignamati skv. 15. gr. laga 9/2009. Liggi ekki fyrir upplýsingar um flatarmál fasteignar í fasteignaskrá skal gjaldið taka mið af fasteignamati, þ.e. vera 0,15% af fasteignamati matshluta. Bílskúrar og sambærilegt húsnæði sem stendur við íbúðarhús (á sömu lóð) er undanþegið fastagjaldi.
Tengigjald vegna nýtengingar fráveitu við einstaka fasteign er kr. 273.581.
Verð miðast við skólplögn og regnvatnslögn (100-150 mm) sem lögð er að lóðamörkum.
Gera þarf sérstakt samkomulag vegna stærri tenginga.
Hafðu samband við okkur í síma 460-1300 eða á no@no.is ef þig vantar frekari upplýsingar.