Fréttir & tilkynningar

Bilun í Reykjaveitu í Fnjóskadal - heitavatnslaust 4. júní

Vegna bilunar í stofnlögn hitaveitunnar þarf að taka vatnið af frá kl. 8.30 og fram eftir degi þriðjudaginn 4. júní.

Tölvupóstþjónn Norðurorku orðinn virkur á ný

Tölvupóstþjónn Norðurorku er orðinn virkur á ný og vonum við að allur póstur okkur sendur á tímabilinu frá því síðdegis á mánudaginn og þar til í nótt verði með réttum skilum til okkar.

Tölvupóstþjónn Norðurorku er óvirkur

Tölvupóstþjónn Norðurorku er óvirkur og hefur verið frá því í gær.

Framkvæmdir í Miðbæ ganga vel

Framkvæmdir í Kaupvangsstræti og Skipagötu eru á áætlun og ganga vel. Gert er ráð fyrir að hægt verði að opna fyrir umferð fyrir helgina.

Framkvæmdir hafa gengið vel og verður heita vatninu hleypt á innan skamms

Framkvæmdir í miðbænum hafa gengið vel og verið er að hleypa vatninu á þessa stundina. Hafa ber í huga að það getur tekið nokkurn tíma að byggjast upp eðlilegur þrýstingur.

Brunnar fjarlægðir

Við höfum fengið nokkrar fyrirspurnir um það hvað felist í því að fjarlægja brunna.

Vegna óvæntra atvika þarf að taka heita vatnið af í dag

Vegna óvæntra atvika í vinnu við brunna í miðbænum þarf að taka heita vatnið af þegar í stað en ekki á morgun 28. maí eins og til stóð. Heita vatnið fer af hluta Miðbæjarins og af Innbænum. Gert er ráð fyrir að heitavatnslaust verði fram á kvöld.

Hreinsunarátak starfsfólks Norðurorku

Miðvikudaginn 22. maí fór starfsfólk Norðurorku ásamt fjölskyldum sínum í hreinsunarátak á svæðinu frá Glerárvirkjun upp að starfsstöð Norðurorku að Rangárvöllum.

Framkvæmdir við hitaveitu - lokun fyrir heita vatnið í Innbæ og hluta Miðbæjar

Næstkomandi föstudag 24. maí hefjast framkvæmdir við að fjarlægja þrjá hitaveitubrunna í Miðbænum, tvo í Kaupvangsstræti og einn í Skipagötu. Nánar tiltekið eru brunnarnir á gatnamótum Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis og gatnamótum Kaupvangsstrætis og Skipagötu og í Skipagötunni við hús nr. 14 (Íslandsbanki). Loka þarf hluta af Kaupvangsstræti, Hafnarstræti og Skipagötu fyrir umferð frá og með föstudeginum 24. maí og frameftir næstu viku og reikna má með umferðartöfum á svæðinu.

Norðurorka hf. bakhjarl Iðnaðarsafnsins

Norðurorka hf. er bakhjarl Iðnaðarsafnsins á Akureyri en skrifað var undir samning þar að lútandi í dag.