Tilkynning um tjón

Gott er að hafa eftirfarandi í huga

  • Gefðu þér tíma. Ekki er nauðsynlegt að tilkynna tjón samdægurs.
    Betra er að gefa sér tíma og fullvissa sig um heildartjón sem truflanir ullu og senda eina heildartilkynningu.
  • Eru allir rofar í sömu stöðu? Kannaðu hvort öryggi í rafmagnstöflu séu slegin inn (allir rofar í sömu stöðu).
  • Er þörf á fagaðila? Ef þú ert ekki viss um heildartjón vegna rafmagnsleysis eða -truflana er gott að fá fagaðila til að aðstoða við  að meta tjónið.
  • Sendu Norðurorku eina tilkynningu um tjónið með öllum upplýsingum.
    Ef þú hefur áður sent inn tilkynningu er gott að taka það fram svo við getum sameinað tilkynningarnar við afgreiðslu.
  • Fylltu út tilkynningaformið hér fyrir neðan. 

Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar eru að finna í upplýsingaöryggis- og persónuverndarstefnu Norðurorku.

Viðskiptavinur
Tjónastaður
Vinsamlegast setjið inn tíma innan sólahringsins
Heimilsfang þar sem tjónið varð
Frekari upplýsingar