Sala á hlut Norðurorku í Skógarböðum ehf.

Norðurorka hf., býður áhugasömum fjárfestum að gera tilboð í 4,54% eignarhlut sinn í Skógarböðum ehf. 

Áhugasamir aðilar eru beðnir um að undirrita skilmálabréf og skila inn tilboðsformi með nauðsynlegum upplýsingum og óskuldbindandi tilboði í hlutinn. Nánari upplýsingar má finna hér að neðan.

Fjárfestar skulu beina öllum fyrirspurnum er varða söluferlið, seljanda eða félagið á netfangið skogarb@no.is. Vinsamlegast hafið ekki samband við aðra starfsmenn félagsins, stjórnarmenn, seljanda eða fulltrúa seljanda varðandi söluferlið eða sölu hlutanna.

Rétt er að geta þess að eingöngu verður tekið við tilboðum á sérstöku tilboðsformi og samkvæmt þeim skilmálum sem þar koma fram. Tilboðsfrestur til að skila inn óskuldbindandi tilboði er til kl. 16.00, fimmtudaginn 25. september 2025.

Sjá frétt á heimasíðu NO