5. sep 2025

25 ára afmæli Norðurorku hf. - vígsla hreinsistöðvar fráveitu og opið hús á Rangárvöllum

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest laugardaginn 13. september.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest laugardaginn 13. september.

Norðurorka hf. fagnar 25 ára afmæli í ár

Í tilefni afmælisins verður opið hús á tveimur stöðum laugardaginn 13. september:

Hreinsistöð fráveitu í Sandgerðisbót kl. 13-14:

Þar sem að stöðin var tekin í notkun á tímum samkomutakmarkana þá langar okkur núna loks að vígja þessa samfélagslegu búbót sem hreinsistöð fráveitu sannarlega er. Því mun fara fram formleg vígsla og kynning á stöðinni.

Með tilkomu hreinsistöðvarinnar, sem tekin var í notkun árið 2020, fer fráveituvatn ekki lengur óhreinsað út í sjó auk þess sem áhrifasvæði útrásar er nú minna og fjær ströndu en áður - og því ber að fagna!

Rangárvellir kl. 14–16:

Við lofum fróðleik og fjöri:

  • Hoppukastali fyrir börnin
  • Grillaðar pylsur og popp fyrir gesti og gangandi
  • Fróðleg og skemmtileg örerindi í Orkugarði - nánari upplýsingar síðar

Verið öll hjartanlega velkomin!

Smelllið hér fyrir viðburðinn á Facebook.

Um Norðurorku:

 Norðurorka hf. var stofnsett árið 2000 með sameiningu Rafveitu Akureyrar og Hita- og vatnsveitu Akureyrar. Síðar, um áramótin 2013-2014 yfirtók Norðuorka hf. Fráveitu Akureyrar. Síðan þá hefur starfssvæði Norðurorku farið stækkandi og þjónustan sannarlega breyst í takt við nýja tíma.

Norðurorka var gert að hlutafélagi árið 2003 en í dag eru hluthafar sex sveitarfélög við Eyjafjörð og Þingeyjarsveit. Meginhlutverk Norðurorku er að þjónusta heimili og atvinnulíf með vinnslu og dreifingu á heitu vatni og neysluvatni, rekstri dreifikerfi raforku og rekstri fráveitu. Við erum framsækin í nýsköpun og þjónustu og berum ríka samfélagslega ábyrgð.