Ađ slá köttinn úr tunnunni

Ađ slá köttinn úr tunnunni er gamall siđur á Akureyri. Um er ađ rćđa danskan siđ sem hingađ barst á 19. öld.  Upphaflega var haldinn sérstakur kattarslagsdagur, en seinna meir var ţessi siđur fćrđur yfir á öskudag. Leikurinn var í upphafi í ţví fólginn ađ slá dauđan kött úr tunnu en međ tímanum hvarf nú dauđi kötturinn úr tunnunni og hrafn kom gjarnan í stađinn.

Áriđ 1964 birtist eftirfarndi grein í VÍSI en ţar kemur fram ađ Hestamannafélagiđ Léttir á Akureyri hafđi ţá um árabil séđ bćjarbúum fyrir ţeirri tilbreytingu viđ sumarmálin ađ slá köttinn úr tunnunni.  Grímuklćddir riddarar í skrautklćđum ţeystu ţá framhjá hangandi tunnu međ barefli í hendi og slógu hana.

 

 

Á öskudag áriđ 1967 náđi svo fréttamađur RÚV einstökum myndum af ungum Akureyringum klćddum í ýmis gervi. Myndirnar og skemmtilegt myndband má sjá hér.

Ţađ mun hafa veriđ í kringum áriđ 1970 sem starfsmenn Rafveitu Akureyrar tóku upp ţennan gamla siđ, ađ slá köttinn úr tunnunni. Í upphafi var ţetta bundiđ viđ ađ starfsmenn og gestir ţeirra komu á starfsstöđ Rafveitunnar til ţess ađ slá köttinn úr tunnunni. Nokkrum árum síđar var viđburđurinn fluttur inn á Ráđhústorg, en einnig var fariđ međ tunnu upp á Sólborg ţar sem vistmenn og starfsmenn ţar slógu köttinn úr tunnunni.

Tunnan var lamin međ hakasköftum ţar til hún brotnađi og sá sem braut hana fékk hengda á sig viđurkenningu tunnukóngsins. Kattakóngurinn varđ sá sem náđi međ bitlitlu sverđi ađ höggva sundur spottann sem hélt tunnunni en í honum hékk hrafn. Ţessu var síđar breytt ţannig ađ sá sem hreinsađi tunnustafina af botninum varđ tunnukóngur, en sá sem braut botnfjölina af spottanum varđ kattakóngur. Auk ţess ađ tunnukóngur og kattakóngur fengju verđlaunapening hafa jafnan einnig veriđ veitt verđlaun sem fyrirtćki í miđbćnum hafa lagt til.

Myndin hér ađ ofan var tekin áriđ 1980 og má finna á vefsíđu Minjasafnsins á Akureyri ásamt fleiri myndum frá öskudegi í gegnum árin.

Áriđ 2011 var tekin ákvörđun hjá Norđurorku um ađ hćtta ađ slá köttinn úr tunnunni á Ráđhústorgi. Ástćđan var sú ađ árin á undan hafđi krökkum sem mćttu á Ráđhústorgiđ í ţessum erindagjörđum fćkkađ mjög sem líklega má rekja til aukinnar samkeppni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Svćđi

RANGÁRVELLIR, 603 AKUREYRI
KT: 550978-0169
SÍMI 460 1300 - FAX 460 1301
NO@NO.IS
OPNUNARTÍMI ŢJÓNUSTUVERS: kL. 8 - 16

BAKVAKT

Símar bakvakta utan opnunartíma

HITAVEITA: 892 7305
VATNSVEITA: 892 7305
FRÁVEITA: 892 7305
RAFVEITA: 892 1514
ÓLAFSFJÖRĐUR: 893 1814