28. mar 2017

Aðalfundur og ársfundur Norðurorku hf.

Aðalfundur Norðurorku hf. verður föstudaginn 31. mars n.k. og hefst kl. 14:00. Í beinu framhaldi af fundinum heldur félagið ársfund sinn. Ársfundurinn er haldinn í menningarhúsinu Hofi og hefst kl. 15:00. Þeir sem hafa áhuga á því að sitja ársfundinn geta sent tölvupóst á no@no.is til þess að skrá sig.

Vegna fundarins verður fyrirtækið lokað frá kl. 14:45 föstudaginn 31. mars

Dagskrá aðalfundarins er sem hér segir.

15:00     Ársfundur settur
Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður stjórnar Norðurorku hf.

15:10     Loftslagsmálin og staða Íslands
Helga Barðadóttir frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, skrifstofu hafs, vatns og loftslags

15:40     Umhverfisstefna Norðurorku hf.
Guðmundur H. Sigurðarson frá Vistorku ehf. dótturfélagi Norðurorku hf.

16:00     KAFFIHLÉ

16:15     Öryggisstefna Norðurorku – áskoranir og tækifæri
Gunnur Ýr Stefánsdóttir frá Norðurorku hf.

16:40     Reglulegar öryggisúttektir á framkvæmdasvæðum
Þorgeir Valsson frá Ístaki hf.

17:00     Umræður og fyrirspurnir

Á Arnarnesi er eitt gjöfulasta vinnslusvæði hitaveitu Norðurorku - Ljósmynd Auðunn Níelsson

Ljósmyndari Auðunn Níelsson Ársfundur Norðurorku 2017 mynd Arnarnes Hjalteyri