13. sep 2019

Árlegur álestur hafinn - auðkenning starfsfólks

Á hverju hausti sækir starfsfólk Norðurorku viðskiptavini heim til þess að lesa af rafveitu- og hitaveitumælum fyrirtækisins.

Um leið og við biðjum viðskiptavini okkar að taka vel á móti starfsfólki okkar viljum við minna á að allir álesarar bera starfsmannaskírteini Norðurorku þar sem fram kemur nafn og kennitala ásamt mynd af viðkomandi.

Athugið að jafnt og þétt yfir árið er unnið að mælaskiptum hjá viðskiptavinum. Mælaskiptin eru oft unnin af verktökum fyrir hönd fyrirtækisins. Verktakarnir bera þá alltaf starfsmannaskírteini Norðurorku.

Ef viðskiptavinir hafa einhverjar spurningar varðandi heimsóknirnar eru þeir beðnir um að hafa samband.

Smellið hér fyrir stærri mynd.