19. nóv 2020

Alþjóðlegi klósettdagurinn í dag

Úrgangur í fráveitu er vandamál alls staðar á landinu. Á hverju ári koma um 120 tonn af ýmsum óæskilegum úrgangi í hreinsistöðvar fráveitu í Reykjavík. Þá er óupptalið hvað safnast í fráveitukerfi annars staðar á landinu. Úrgangurinn skaðar lífríkið, þyngir rekstur fráveitukerfa og eykur kostnað sveitarfélaga vegna hreinsunar og förgunar á úrgangi um tugi milljóna króna á ári.

Verkefnið "bara piss, kúk og klósettpappír í klósettið" er samvinnuverkefni Umhverfisstofnunar og Samorku í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisnefnda á landinu og er markmið þess að draga úr rusli í fráveitu og þar með álagi á umhverfið okkar.
Á vefsíðu verkefnisins má finna skemmtilegan fróðleik og kynningarefni - www.klosettvinir.is

 

Til hamingju með alþjóðlega klósettdaginn í dag!