26. maí 2021

Berum virðingu fyrir kalda vatninu

Nú er sólin farin að láta sjá sig, hitatölur á uppleið og sumarið loksins komið. Kaldavatnsnotkun eykst gjarnan á þessum tíma árs og fram á sumarið og því vill Norðurorka minna á mikilvægi þess að borin sé virðing fyrir kalda vatninu og að því sé ekki sóað.

Hreint neysluvatn er ein verðmætasta auðlind jarðar. Íslendingar nota mikið af vatni og er óhætt að segja að við verðum oft kærulaus við notkunina, t.d. með því að láta vatnið renna að óþörfu. Fólk veltir fyrir sér hvort það skipti í raun máli þar sem Ísland er ríkt af þessari auðlind, hvort skipti einhverju máli þó að vatnið „hafi viðkomu“ heima hjá sér á leið sinni út á sjó? Stutta svarið við þessu er já, það skiptir máli. Því þeim mun meira vatn sem við notum, þeim mun meiri vinnu og kostnað þarf að leggja í að koma vatninu til notanda, því það gerist ekki að sjálfu sér.

Í myndbandi myndbandinu sem finna má hér að neðan er fólk minnt á að láta vatnið ekki renna að óþörfu og sýnd nokkur dæmi sem algengt er að sjá.

Endilega kynnið ykkur málið með því að smella HÉR