Í vor hófst borun með jarðbornum Sleipni á holu ÓB-19 í Ólafsfirði með það að markmiði að finna nýja vinnsluholu fyrir hitaveituna. Því miður skiluðu boranir ekki tilætluðum árangri og hefur þeim því verið hætt. Lokadýpi holunnar er 1.497 metrar.
Holan skar aðeins eina vatnsæð á um 645 metra dýpi, þar sem kerfishiti er um 57°C. Sú æð reyndist nokkuð treg og gaf lítið vatn inn í holuna. Slíkar niðurstöður eru alltaf vonbrigði, en eru jafnframt hluti af eðli jarðhitaleitar.
Næstu skref eru að framkvæma ítarlegar mælingar til að greina jarðlögin betur. Á grundvelli þeirra verður metið hvert framhaldið verður.
Við þökkum íbúum í Ólafsfirði innilega fyrir skilninginn og þolinmæðina meðan á framkvæmdum stóð. Þrátt fyrir vonbrigði með þessa holu höldum við áfram með bjartsýni og trú á að framhaldsvinna og frekari rannsóknir muni skila árangri til framtíðar.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15