26. feb 2019

Breytingar á útrennsli í Reykjaveitu

Veturinn 2017-2018 fór fyrst að bera á þrýstiflökti í Reykjaveitu. Í vetur hefur borið meira á þessu þannig að nú er svo komið að Norðurorka telur brýnt að grípa til aðgerða til að áfram verði hægt að tryggja öllum notendum veitunnar jafnt aðgengi að jarðhitaauðlindinni.

Fyrsta skrefið til að minnka álagið á veituna er að lækka hitastig á útrennslum sem sjá til þess að hitastig vatns í stofnlögnum fari ekki neðar en innstillt gildi á viðkomandi útrennsli. Hingað til hefur verið horft til þess að hitastigið í stofnlögnum fari að jafnaði ekki undir 60°C en nú mun það hitastig verða fært neðar og til að byrja með verða útrennslin stillt á 50-55°C.

Hafa skal í huga að í Reykjaveitu er innheimt eftir orkuinnihaldi í vatninu og er orkunotkunin mæld, í kílóvattstundum, hjá hverjum notanda fyrir sig. Þrátt fyrir að inntakshitastig geti lækkað hjá einstaka notanda þá tekur orkumælingin tillit til þess.

Hafa skal í huga að með því að grípa til þessara aðgerða er Norðurorka m.a. að minnka sóun á heitu vatni sem kemur notendum vel þegar fram líða stundir.

Norðurorka þakkar notendum fyrir skilninginn.