22. jan 2021

Dagur rafmagnsins 23. janúar

Getur þú ímyndað þér lífið án rafmagns?
Getur þú ímyndað þér lífið án rafmagns?

Dagur rafmagnsins er haldinn hátíðlegur víða á Norðurlöndum ár hvert og er tilgangur hans að minna á þau gæði sem aðgangur að rafmagni er. 

Það er erfitt að hugsa sér daglegt líf án rafmagns. Það að rafmagn sé ávallt aðgengilegt á heimilum okkar og afhending þess örugg fyrir rekstur fyrirtækja í landinu gerist ekki að sjálfu sér þrátt fyrir að okkur hætti oft til að taka því sem sjálfsögðum hlut.

Um 1,3 milljarður fólks um allan heim býr við takmarkað aðgengi að rafmagni. Víða í Afríku miðast t.d. daglegt amstur við þann tíma sem sólin er á lofti því þegar hún sest er niðadimmt og erfitt að athafna sig. Húsakynni eru lýst með heilsuspillandi og dýrum orkugjöfum, eins og steinolíu.

Hér á Íslandi hefur langt skammdegið lítil áhrif á okkar daglegu athafnir þar sem við getum lýst upp húsakynni okkar og kynnt þau með rafmagni og heitu vatni. Orkan okkar er ódýr og hrein, en 99,99% raforku á Íslandi er framleidd með endurnýjanlegum hætti.

Það er erfitt að ímynda sér daglegt líf án rafmagns.