25. sep 2019

Drónaflug yfir Oddeyrinni - Lekaleit

Föstudaginn 27. september gætu íbúar og vegfarendur á Oddeyrinni orðið varir við drónaflug yfir svæðinu. Þar verður á ferðinni dróni með hitamyndavél í þeim tilgangi að lekaleita svæðið.  

Um tilraunaverkefni er að ræða og hefur Norðurorka samið við ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir) um að framkvæma verkið næstkomandi föstudag ef veður leyfir.  Lekaleitin byggir m.a. á því að hitamunur sé í jarðvegi þar sem leki er á vatnslögnum þó að ýmis atriði geti haft áhrif á mælinguna.

Ákveðið var að byrja á afmörkuðu svæði á Oddeyrinni. Ekki vegna þess að meiri líkur væru á leka í dreifikerfinu þar en annarsstaðar í bænum heldur vegna þess að einhversstaðar þarf að byrja.  Ef vel tekst til má reikna með að fleiri svæði verði skoðuð með þessum hætti í framhaldinu.

Um er að ræða nýja og spennandi gerð af eftirlitstækni sem gerir mögulegt að greina leka/bilanir í lögnum fyrr og koma þannig í veg fyrir að leki verði að stærra vandamáli.

Svæðið sem um ræðir má sjá afmarkað á meðfylgjandi mynd.