24. nóv 2020

Norðurorka styrkir Jólaaðstoðina á Akureyri

Jólaaðstoð er samstarfverkefni Mæðrastyrksnefndar, Rauða krossins, Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins á Akureyri.  Markmið verkefnisins er að styðja efnaminni fjölskyldur og einstaklinga á Eyjafjarðarsvæðinu. Söfnunarfé sem safnast er meðal annars notað til kaupa á gjafakortum sem einstaklingar geta verslað mat fyrir. Vegna ástandsins í þjóðfélaginu má gera ráð fyrir fleiri umsóknum í ár en undanfarin ár.

Norðurorka hefur undanfarin ár styrkt Jólaaðstoðina á Akureyri en vegna stöðunnar í samfélaginu um þessar mundir var ákveðið að gera enn betur og styrkja verkefnið um 1.000.000 kr.

Það er ánægjulegt að Norðurorka skuli hafa möguleika á að styðja þetta góða og þarfa verkefni og vonandi að fleiri fyrirtæki bætist í hóp Norðurorku og annarra fyrirtækja sem lagt hafa málefninu lið.