10. jan 2014

Styrkir Norðurorku hf. til samfélagsverkefna afhentir

Styrkir Norðurorku hf. til samfélagsverkefna árið 2014 voru afhentir við hátíðlega athöfn í matsal fyrirtækisins í dag föstudaginn 10. janúar.

Auk þess að horfa til þeirra viðmiða sem sett eru í almennum úthlutunarreglum okkar og birtast á heimasíðu félagsins þá var að þessu sinni litið til eftirfarandi atriða:

  • Horft var til þess að verkefni á öllu starfssvæði Norðurorku hlytu styrki (Ólafsfjörður til og með Þingeyjarsveit).
  • Helstu áherslur þetta árið eru á íþróttir barna og annað barna- og ungmennastarf, ýmiskonar útgáfustarf, m.a. á rafrænu efni, á leiklist, tónlist og ýmis önnur samfélagsverkefni.
  • Horft var til þess hvort umsækjendur hefðu nýlega og/eða oft fengið styrk á undangengnum árum.
  • Byggt var á því að verkefnin væru fjölbreytt og styrkþegar komi úr sem flestum áttum.

Samtals voru veittir styrkir til þrjátíu og fjögurra verkefna samtals að fjárhæð krónur fjórar milljónir áttahundruð tuttugu og fimmþúsund 00/100.

Umsækjandi Styrkur Málefni
Aflið - samtök gegn kynferðisofbeldi 150.000 Rekstrarstyrkur
Akur Íþróttafélag fatlaðra 75.000 Þátttaka á ólympíumóti fatlaðra í Rússlandi
Andrésar andarleikarnir á skíðum 150.000 Afmælisleikar 2015
Anna Guðný Sigurgeirsdóttir 250.000 Umgjörð gamals neysluvatnsbrunns
Bergþóra Þórhallsdóttir 150.000 Rafrænt kennsluefni byggt á sögu Þorvaldar Þorsteinssonar um  Blíðfinn
Bjarni E. Guðleifsson 150.000 Bókaútgáfa frumefnin fjögur
Brynjar Karl Óttarsson og Arnar Birgir Ólafsson 150.000 Saga Kristneshælis og berklasjúklinga
Foreldrafélag Marimbasveitar Giljaskóla 150.000 Námsferð til Svíþjóðar
Geðverndarfélag Akureyrar vegna Grófarinnar 200.000 Geðverndarmiðstöð rekstrarstyrkur
Grasrót - skapandi samfélag 100.000 Málþing og fyrirlestrar um endurnýtingu og gjörnýtingu í hönnun og handverki
Harmonikkufélag Þingeyinga og Félag harmonikkuunnenda við Eyjafjörð 100.000 Harmonikkulandsmót
Hjálpræðisherinn á Akureyri 100.000 Barna- og unglingastarf
Íþróttafélagið Þór - 7. flokkur  100.000 Íþróttabúningar
Jassklúbbur Ólafsfjarðar 100.000 Blúshátíð
Mæðrastyrksnefnd, Rauði krossinn, Hjálpræðisherinn og Hjálparstarf kirkjunnar 250.000 Jólaaðstoð
KA Foreldraráð 6. flokks KA í knattspyrnu 150.000 Ferðastyrkur á Shellmót í Vestmannaeyjum
Karlakór Eyjafjarðar 150.000 Söngleikur vorið 2014
Kelikompan Þelamerkurskóla 150.000 Uppbygging samverurýmis
Keiludeild Þórs 100.000 Ferðastyrkur æfingabúðir
Leikhópurinn Grímurnar - Vocal Studio 150.000 Barnasöngleikur í Hofi mars 2014
Lionsklúbburinn Hængur Akureyri 150.000 Hængsmótið fyrir fatlaða
Minjasafnið á Akureyri 150.000 Minjasafnskirkjan - viðhald menningarminja
Multicultural Council 100.000 Alþjóðlegir matardagar - Alþjóðleg jól
Naustaskóli Akureyri 150.000 Legó-keppni
Nonnahús 100.000 Farandsýning um ævi Nonna
Ragnheiður Björk Þórsdóttir 150.000 Listin að vefa - bókaútgáfa
Ríma  - Kvæðamannafélag í Fjallabyggð 100.000 Landsmót kvæðamanna 2014
Sigurður Ingi Friðleifsson 150.000 Víga Glúmssaga - gagnvirk netútgáfa
Sóknarnefnd Grundarkirkju 200.000 Endurnýjun á orgeli
Stefán Arngrímsson 150.000 Ritun sögu Knattspyrnuliðs ÍBA
Tónlistarfélag Akureyrar 100.000 Tónleikaröðin föstudagsfreistingar
Útvarpskórinn 150.000 Söngleikur vorið 2014
Zane Brikovska 100.000 Alþjóðlegt konukaffi á Akureyri
Þorsteinn Grétar Þorsteinsson 200.000 Fuglarannsóknir í Hrísey
  4.825.000  

 

Hér má sjá mynd af styrkþegum og fulltrúum þeirra þegar afhendingin fór fram í dag. Með á myndinni eru Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku og Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður stjórnar Norðurorku hf.