8. jún 2021

Náum við örugglega í þig?

Ert þú ekki örugglega búin(n) að skrá gsm númer og netfang inn á "Mínar síður" Norðurorku?

Við viljum vera í góðu sambandi við viðskiptavini okkar og leggjum okkur fram við að koma upplýsingum hratt og örugglega til skila. 

Þess vegna óskum við eftir því að þú notandi góður, skráir bæði netfang og farsímanúmer inn á "Mínar síður" sem finna má hér á heimasíðunni.
Við hvetjum þig einnig til að yfirfara skráninguna reglulega því þannig tryggjum við í sameiningu að mikilvægar upplýsingar, t.d. um þjónusturof eða mælaálestur, skili sér beint til þín og á enn styttri tíma en áður.  

Kynntu þér endilega málið!

Leiðbeiningar um innskráningu á Mínar síður

 Mínar síður