12. feb 2021

Ert þú að flytja?

Við flutninga er mikilvægt að skila inn álestri af orku- og veitumælum til að tryggja að rétt uppgjör geti farið fram. Skráður notandi veitu er ábyrgur fyrir notkun og þar með reikningum þar til búið er að skila inn flutningstilkynningu með álestri. 

Það er einfalt og fljótlegt að tilkynna flutninga hér á heimasíðunni okkar eða með því að hafa samband við þjónustufulltrúa í síma 460-1300.

Upplýsingarnar sem þú þarft að hafa eru:

  • Kennitala fyrri notanda
  • Kennitala þess sem tekur við
  • Staða á viðkomandi mælum
  • Eitt mælisnúmer til auðkenningar
  • Netfang og símanúmer beggja aðila

Hægt er að óska eftir því að starfsmaður okkar komi og lesi af mælum, en með því að gera það sjálf(ur) sparar þú þér kostnað.

Flutningstilkynning     Álestur stafrænna orkumæla - Leiðbeiningar      Val á raforkusala