13. ágú 2018

Framkvæmdir á bílaplani Norðurorku - Skert aðgengi að þjónustuveri

Uppfært 28. ágúst:
ATHUGIÐ að dagana 28. ágúst til 3. september verður bílastæðið austan við skrifstofur Norðurorku lokað.
Á meðan er viðskiptavinum bent á bílastæðin vestan við hús (rauður kassi á meðfylgjandi mynd). 

Næstu vikur má gera ráð fyrir að aðgengi að aðalinngangi þjónustuvers skerðist.

Eins og áður hefur komið fram er bygging tveggja hæða húss á svæðinu nú langt komin en sjá má eldri frétt um málið hér.

Næstu vikur verður unnið að breytingu og endurbótum á bílaplani fyrir austan skrifstofubygginguna. 

Um leið og við biðjum þá sem leið eiga til okkar um að sýna aðgát og tillitssemi á svæðinum biðjumst við afsökunar á því ónæði sem framkvæmdin kann að valda.