Nú, ellefta árið í röð, er Norðurorka í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi. Þar er Norðurorka á meðal þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum.
Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra.
Þessi viðurkenning sem fyrirtækið hefur hlotið á hverju ári frá árinu 2012, er fyrst og fremst viðurkenning á því að allt starfsfólk Norðurorku er að leggja sig fram um að skila góðu verki á hverjum degi, allt árið um kring. Það er ekki sjálfgefið að vera á meðal þeirra bestu og við erum stolt af því að vera framúrskarandi fyrirtæki árið 2023.
Opnunartími í afgreiðslu:
Alla virka daga kl. 8-12 og 13-15
Opnunartími þjónustuborðs:
Mánudag til fimmtudags kl. 8-12 og 13-16
Föstudag kl. 8-12 og 13-15:20