Norðurorku barst góð og nytsamleg gjöf í dag þegar starfsfólk frá Plastiðjunni Bjargi Iðjulundi (PBI) færði fyrirtækinu vélatuskur.
Það voru þau Nanna Kristín Antonsdóttir og Þorsteinn Magnússon sem komu færandi hendi með þrjá stóra pakka af vélatuskum sem munu heldur betur nýtast okkur vel. Þess má geta að PBI notast við efni úr söfnunargámum Rauða krossins (sem nýtist ekki til annars) við framleiðslu á tuskunum, því er hér um umhverfisvæna framleiðslu að ræða.
Á PBI fer fram starfsþjálfun, starfsendurhæfing og vinna fyrir fatlað fólk. PBI er vinnustaður fyrir fólk sem vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum er með skerta starfsgetu. Um er að ræða fjölbreyttan hóp starfsfólks með ólíkar áskoranir sem fær tækifæri til að vera virkur þátttakandi í íslensku atvinnulífi.
Norðurorka þakkar fyrir frábæra gjöf og sendir öllu starfsfólki Plastiðjunnar Bjargs Iðjulundi bestu kveðjur.
Opnunartími í afgreiðslu:
Alla virka daga kl. 8-12 og 13-15
Opnunartími þjónustuborðs:
Mánudag til fimmtudags kl. 8-12 og 13-16
Föstudag kl. 8-12 og 13-15:20