28. júl 2021

Hefur þú kynnt þér Kortasjá Norðurorku?

Segja má að starfsemi Norðurorku sé að miklu leyti falin. Veitulagnir raf-, hita-, vatns- og fráveitu eru grafnar í jörðu og sjást ekki á yfirborði. Um er að ræða mikið af strengjum og lögnum og því er afar mikilvægt að hafa öflugan gagnagrunn með upplýsingum um staðsetningu lagna. Út frá þeim grunni verður til kortasjá Norðurorku www.map.is/no.

Allar nýframkvæmdir eru GPS-mældar af verktökum eða starfsfólki Norðurorku og upplýsingum bætt inn í teiknikerfið. Þannig er tryggt að haldið sé utan um raunstaðsetningu nýrra lagna í gagnagrunni.

Kynntu þér staðsetningu lagna áður en framkvæmdir hefjast

Ein aðal orsök bilana í dreifikerfinu er sú að grafnar eru í sundur vatnslagnir eða rafmagnsstrengir. Þess vegna minnum við á mikilvægi þess að leita upplýsinga um legu veitulagna áður en jarðvegsframkvæmdir hefjast þannig að hægt sé að lágmarka líkur á tjóni og þar með óþægindum fyrir viðskiptavini.

Kortasjáin er öllum opin en þar má finna grunnupplýsingar um veitulagnir. Fyrir ítarlegri upplýsingar hvetjum við þig til að hafa samband við okkur í síma 460-1300 eða á netfangið no@no.is og óska eftir hnitsettum teikningum. Einnig er velkomið að heimsækja okkur á Rangárvelli og nálgast teikningar þar en þær eru oftast afgreiddar á meðan beðið er.

Kortasjá