Hefð hefur skapast fyrir því að starfsfólk Norðurorku, auk maka, barna og barnabarna, hittist eftir vinnu einn dag að vori og taki til hendinni við höfuðstöðvar Norðurorku sem og við fleiri mannvirki fyrirtækisins. Og í bongóblíðu, áður en hretið sem nú stendur yfir skall á, fór fram hreinsunarátak þessa árs.
Farið var um með plokktangir og hrífur við höfuðstöðvarnar á Rangárvöllum, dælustöðina við Glerártorg, spennistöðina Kollugerði og hitaveituna á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Því miður er það svo að rusl fýkur út um víðan völl og var árið í ár þar engin undantekning.
Norðurorka leggur mikla áherslu á umhverfismál í allri sinni starfsemi. Helstu aðgerðir til að draga úr kolefnislosun eru meðal annars með flokkun sorps auk þess sem leitast er við að nýta vistvæna bíla eins og mögulegt er. Sjá nánari upplýsingar hér: Umhverfismál | Ársskýrsla (no.is)
Að loknu góðu dagsverki var sjálfboðaliðunum að sjálfsögðu boðið upp á pizzu :)
Opnunartími í afgreiðslu:
Alla virka daga kl. 8-12 og 13-15
Opnunartími þjónustuborðs:
Mánudag til fimmtudags kl. 8-12 og 13-16
Föstudag kl. 8-12 og 13-15:20