29. sep 2025

Hugsar þú í lausnum? Við leitum að verkefnastjóra

Norðurorka leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum verkefnastjóra.

Starfið er á framkvæmdasviði og verkefnastjóri starfar í nánu samstarfi við aðra verkefnastjóra, verkfræðinga og tæknifólki innan Norðurorku, auk þess að vinna með utanaðkomandi verktökum, ráðgjöfum og opinberum aðilum. Starfið krefst reglulegra vettvangsferða á framkvæmdasvæði. 

Frekari upplýsingar / umsóknarform

Um Norðurorku

Meginhlutverk Norðurorku er að þjónusta heimili og atvinnulíf með vinnslu og dreifingu á heitu vatni og neysluvatni, rekstri dreifikerfi raforku og rekstri fráveitu. Norðurorka er reyklaus vinnustaður og starfar skv. vottuðu gæðakerfi (ISO 9001).

Norðurorka er metnaðarfullt og vel rekið fyrirtæki sem laðar að sér hæft starfsfólk og hlúir að því. Við leggjum áherslu á að byggja upp nærandi starfsumhverfi þar sem starfsfólk vex og dafnar í lífi og starfi. Við erum framsækin í nýsköpun og þjónustu og berum ríka samfélagslega ábyrgð.