Norðurorka hlýtur viðkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025 ásamt 128 öðrum fyrirtækjum, opinberum aðilum og sveitarfélögum. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem stuðlar að jöfnum hlut karla og kvenna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja. Sjö sitja í framkvæmdaráði Norðurorku, þar af þrjár konur.
Að hreyfiaflsverkefninu standa, auk FKA, dómsmálaráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, PiparTBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.
Við erum stolt að tilheyra fyrirtæki sem sýnir í verki að jafnrétti skiptir máli.
Þess má geta að mælaborð Jafnvægisvogarinnar heldur utan um tölfræðilegar upplýsingar um jafnrétti. Í mælaborðinu koma fram helstu upplýsingar um stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi. Þar má einnig finna kynjahlutföll við brautskráningar úr háskólum, stöðu kynjanna innan atvinnugreina og GemmuQ kynjakvarðann fyrir skráð félög á markaði. Mælaborðið má skoða hér: www.fka.is/verkefni/jafnvaegisvogin/maelabord
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15