Keyrt á götuskáp og ljósastaur í gćrkvöldi

Á ári hverju verđa alltaf einhverjir götuskápar fyrir tjóni vegna ákeyrslu. Í einhverjum tilfellum eru tjónin minni ţannig ađ skápurinn einungis skekkist eđa skemmist lítillega en í öđrum tilfellum er tjóniđ meira sem getur ţá valdiđ rafmagnsleysi á ákveđnu svćđi.

Eins og fram hefur komiđ í fréttum í dag var ekiđ á ljósastaur og götuskáp á Akureyri seint í gćrkvöldi sem olli ţví ađ rafmagn fór af nokkrum húsum.

Hringt var í bakvakt Norđurorku um kl. 23.30 og fóru Freyja og Halldór rafvirkjar Norđurorku strax á stađinn. Eftir ađ hafa tryggt ađ ekki vćri hćtta af skápnum komu ţau rafmagninu aftur á um kl. 01:30. Um bráđabirgđaviđgerđ var ađ rćđa en skipt verđur um götuskápinn eftir helgi. Ţangađ til hefur hann veriđ varinn međ sérstökum einangrandi poka eins og sjá má á myndinni og ţví stafar ekki hćtta af skápnum. 

Ţegar skipt er um götuskáp ţarf ađ brjóta upp malbik og grafa frá en um ţađ bil ţriđjungur götuskáps er undir yfirborđi. Heimlagnir sem tengdar eru í nálćg hús koma inn í skápinn neđanfrá eins og sést á myndinni hér ađ neđan (úr safni).

Í númtímasamfélagi, sem háđ er ţví ađ hafa rafmagn allar stundir, er gott til ţess ađ vita ađ brugđist sé fljótt viđ atvikum sem ţessum, hvort sem er á dagvinnutíma eđa á öđrum tíma. Starfsfólk Norđurorku er međvitađ um mikilvćgi ţessarar mikilvćgu ţjónustu sem rafmagnsdreifing er og um sinn ţátt í ađ hún sé alltaf til stađar og virki.  

 

 

 

 

 

 

 


Svćđi

RANGÁRVELLIR, 603 AKUREYRI
KT: 550978-0169
SÍMI 460 1300 - FAX 460 1301
NO@NO.IS
OPNUNARTÍMI ŢJÓNUSTUVERS: kL. 8 - 16

BAKVAKT

Símar bakvakta utan opnunartíma

HITAVEITA: 892 7305
VATNSVEITA: 892 7305
FRÁVEITA: 892 7305
RAFVEITA: 892 1514
ÓLAFSFJÖRĐUR: 893 1814