8. okt 2018

Lagning Hjalteyrarlagnar undir Glerá

Það hefur varla farið framhjá bæjarbúum Akureyrarbæjar að í sumar hefur verið unnið að stóru verkefni sem felur í sér lagningu nýrrar Hjalteyrarlagnar í gegnum hluta bæjarins. Sjá nánar um verkefnið í heild hér.

Þessa dagana er unnið að því að leggja Hjalteyrarlögnina undir Glerá.

Á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í gær, sunnudaginn 7. október, má sjá að búið er að stífla Glerá og leiða ána í gegnum þrjú rör sem fengin eru að láni frá Fallorku. Sökkum hefur verið komið fyrir á árbotni og síðar í dag er stefnt að því að hífa lögnina á sinn rétta stað. Það er sérstaklega mikilvægt að verkið sé vel unnið enda um að ræða lögn sem gert er ráð fyrir að dugi Akureyringum næstu áratugina.

Það er Finnur ehf. sem vinnur verkið.  

Myndir: Fannar Smári Sindrason