16. jan 2019

Laust starf á framkvæmdasviði Norðurorku hf.

Norðurorka hf. óskar eftir að ráða starfsmann á framkvæmdasvið félagsins. Viðkomandi mun starfa að nýlögnum og viðhaldi í veitum félagsins en vinna auk þess að öðrum tilfallandi verkefnum. Starfssvæðið er víðfeðmt og nær frá Ólafsfirði að Fnjóskadal.

Starfið heyrir undir verkstjóra á framkvæmdasviði.

Norðurorka hf. er reyklaus vinnustaður og starfar skv. vottuðu gæðakerfi (ISO 9001).

Umsóknarfrestur til og með 23. janúar 2019