20. jún 2018

Lokað fyrir kalt vatn vegna bilunar - Vatn komið aftur á

20.06.2018 Kl. 11:50 (uppfært)
Uppúr klukkan 11 var viðgerð lokið og vatn komið aftur á.
Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að hafa valdið. 

20.06.2018 Kl. 10:20 (uppfært)
Viðgerð stendur enn yfir og gengur vel. 
Reiknað er með að vatn verði komið á eftir um það bil klukkustund ef allt gengur skv. áætlun.

20.06.2018 Kl. 9:25 (fyrsta frétt)
Vegna bilunar er LOKAÐ nú þegar fyrir KALT VATN í Lönguhlíð, Höfðahlíð, Áshlíð, hluta Háhlíðar og Skarðshlíðar.
Lokað verður á meðan viðgerð stendur yfir. Nánari upplýsingar verða birtar hér á heimasíðunni þegar þær liggja fyrir.

Varast ber að nota heita vatnið á meðan á lokuninni stendur þar sem það er óblandað og því MJÖG HEITT.

Hér má sjá góð ráð við kaldavatnsrofi.

Hér að neðan má sjá mynd af svæðinu sem um ræðir.